Núna á föstudaginn verður farið í fyrstu vísindaferð annarinnar til PayAnalytics Í Grósku. Þetta er fullkomið pre-game fyrir þá sem eru að fara á Októberfest!! 🎶🥸🍺
PayAnalytics er fyrirtæki sem þróar hugbúnaðarlausn sem gerir mannauðsstjórum og stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna og annarra minnihlutahópa með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Hugbúnaðurinn sýnir þér hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og hjálpar þér að skilja launastrúktúr fyrirtækisins betur. 💖📈🤩
Þetta er geggjað vísó til að byrja árið með og lofað verður mikilli veislu. Á staðnum verður bjór og gómsætar veitingar. 🍕🍔🌭🧀🍦 Vísóið verður frá 17:00-19:00 og svo verður haldið á Háskólatorgið í alvöru Októberfest veislu. 🥳🥂🍻🎊
